Bankinn sagði áttræðri konu að hún væri látin

Tæplega áttræð kona í Shropshire á Englandi fékk neitun þegar hún hugðist taka út peninga af bankareikningnum sínum, því að samkvæmt gögnum bankans var hún látin.

Þrátt fyrir að konan hefði meðferðis skilríki með mynd og sýndi þau var henni tjáð að opinberlega væri hún látin og gæti því ekki tekið út peninga.

„Ég geri mér vel grein fyrir því að ég er tekin að grána, en ég er svo sannarlega sprellifandi,“ sagði sú gamla, Mary Welsby.

„Stúlkan sem afgreiddi mig fór að pikka á tölvuna hjá sér en varð allt í einu furðu lostin á svip og sagði mér að samkvæmt gögnum bankans væri ég látin. Hún varð dálítið föl á vangann, annaðhvort vegna þess að hún skammaðist sín út af þessari vitleysu eða vegna þess að hún taldi sig sjá draug,“ sagði Welsby.

Eftir að bankinn hafði kannað málið kom í ljós að kona með sama nafni og á svipuðum aldri hafði látist og ruglingur orðið í gögnum bankans. Það tók alls rúma tvo mánuði að fá málið á hreint, og fyrst þá gat Welsby fengið að taka út peningana sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir