Nýr pylsuátsmeistari krýndur

Joey Chesnut frá San Jose í Kalíforníu fagnar sigri í …
Joey Chesnut frá San Jose í Kalíforníu fagnar sigri í pylsuátskeppninni. AP

Nýr Bandaríkjameistari í pylsuáti var krýndur í úrslitum landskeppninnar í þessari óvenjulegu íþrótt í New York í dag. Bandaríkjamaðurinn Joey Chestnut bar þar sigurorð af Japananum Takeru „flóðbylgju" Kobayshi, sem hafði unnið keppnina sex ár í röð. Talið er að um 50 þúsund manns hafi fylgst með keppninni en sigurvegarinn át 66 pylsur í brauði á 12 mínútum sem mun vera heimsmet.

Litlu munaði að Kobayashi hætti við þátttöku en hann þjáðist af gigt í kjálka og einnig var endajaxl dreginn úr honum í vikunni. Hann náði þó að skófla í sig 63 pylsum.

Pylsuátskeppnin, sem kennd er við Nathan's Famous Hot Dog, hefur verið haldin á Coney Island árlega frá árinu 1916 og nýtur sívaxandi vinsælda. Flestir keppendur nota nú svonefnda Salómonstækni, sem Kobayashi kom fyrstur fram með, en hún byggir á því, að brjóta pylsurnar saman og stinga þeim þannig upp í sig og borða síðan brauðið eftir að hafa dýft því í vatn.

Eina raunverulega reglan í keppninni er að forðast að kasta pylsunum upp en viðurlög við því er tafarlaus frávísun.

Takeru Kobayashi var meiddur í kjálka og gat því ekki …
Takeru Kobayashi var meiddur í kjálka og gat því ekki beitt sér sem skyldi. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen