Bæjaryfirvöld í Limuru í Kenýa hafa skipað eigendum asna að setja bleyjur á dýrin og eru eigendurnir ævareiðir yfir ákvörðuninni. Bæjarráðið sagði að ákvörðunin hafi átt að taka gildi í gær og að tilgangurinn sé að halda götum bæjarins hreinum.
Fjölmiðlar hafa hinsvegar sýnt þessu máli talsverðan áhuga auk þess sem íbúarnir hafa lýst yfir vanþóknun sinni á ákvörðuninni. Þetta tvennt hefur orðið til þess að bæjaryfirvöld hafa ákveðið að fresta fyrirætlunum sínum.
„Ef við verðum að setja bleyjur á asnana okkar, þá mun ekki líða langur tími þar til þeir fara segja okkur að kýrnar okkar þurfi þær einnig,“ sagði einn asnaeigandi.
„Við verðum að finna leið til þess að tryggja það að úrgangurinn verði ekki til vandræða,“ segir bæjarstjóri Limuru, James Kuria.
Annar asnaeigandi, Kimani Gathugu, sem býr í einnig í bænum, sem er í um 50 km norðvestur af Nairóbí, segir aðgerðir bæjaryfirvalda óskynsamar og að ráðið ætti fremur að ráða fleiri götusópara.