Hávaðasamur nágranni dæmdur í fangelsi

Spánverji sem í fjögur ár var nágrönnum sínum í Barcelona til mikils ama með hávaðasamri tónlist var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi, að því er spænskir fjölmiðlar greina frá. Hávaðinn frá hljómflutningstækjum mannsins mun hafa verið um 60 desíbel, eða tvöfalt meiri en telst hámark samkvæmt spænskum lögum.

Það var fyrir átta árum sem maðurinn hóf að valda nágrönnum sínum ónæði og halda fyrir þeim vöku með tónlist framundir morgun. Í febrúar í fyrra komst héraðsdómur í Barcelona að þeirri niðurstöðu að manninum skyldi ekki refsað, en hæstiréttur hnekkti þeim úrskurði og gerði manninum þar að auki að greiða 730 evrur í sekt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup