IKEA færði tímabundið út kvíarnar í vikunni þegar boðið var upp á ókeypis gistingu í verslun húsgagnakeðjunnar í Ósló. Tólf hundruð manns sóttu um að fá að gista í búðinni, en úr þeim hópi voru valdið 150 gestir, þ.á m. brúðhjón sem voru orðin uppiskroppa með sparifé.
Gestum á "Hostel Ikea" var ráðlagt að taka með eyrnatappa og augngrímur þar sem ljós voru látin loga í versluninni alla nóttina, en að vísu var dregið aðeins úr styrk þeirra.
Starfsfólk mætti til starfa um fjögur á morgnana til að raða í hillur. Boðið var upp á samlokur í kvöldverð og starfsmaður las gestum sögu fyrir svefninn, og um hvað var sú saga, annað en litla stúlku sem lokaðist inni í Ikea-verslun?
Áður en verslunin var opnuð á morgnana var gestunum boðið upp á morgunmat í eldhúsi hennar, beikon og egg.