Ókeypis gisting í verslun IKEA

IKEA færði tímabundið út kvíarnar í vikunni þegar boðið var upp á ókeypis gistingu í verslun húsgagnakeðjunnar í Ósló. Tólf hundruð manns sóttu um að fá að gista í búðinni, en úr þeim hópi voru valdið 150 gestir, þ.á m. brúðhjón sem voru orðin uppiskroppa með sparifé.

Gestum á "Hostel Ikea" var ráðlagt að taka með eyrnatappa og augngrímur þar sem ljós voru látin loga í versluninni alla nóttina, en að vísu var dregið aðeins úr styrk þeirra.

Starfsfólk mætti til starfa um fjögur á morgnana til að raða í hillur. Boðið var upp á samlokur í kvöldverð og starfsmaður las gestum sögu fyrir svefninn, og um hvað var sú saga, annað en litla stúlku sem lokaðist inni í Ikea-verslun?

Áður en verslunin var opnuð á morgnana var gestunum boðið upp á morgunmat í eldhúsi hennar, beikon og egg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup