Vegfarendur í rússneska bænum Sarov urðu hissa þegar krókódíll féll niður af tólftu hæð íbúðarhúss. Krókódíllinn, sem er einn metri á lengd, lenti á gangstéttinni eftir að hafa hallað sér of langt út um glugga heimilis síns til 15 ára.
Óttaslegnir vegfarendur kölluðu á hjálp og gátu björgunarmenn komið dýrinu í öruggt skjól. Dýrið hlaut ekki annan skaða af fallinu en eina brotna tönn.