Ætla að gefa drengnum nafnið Superman

Nýsjálensk hjón ætla að gefa nýfæddum syni sínum nafnið Superman, en yfirvöld höfnuðu beiðni hjónanna um að fá að nefna drenginn 4Real. Þau segjast þó munu sjálf kalla hann því nafni, sem þeim var synjað um á grundvelli laga sem banna að mannanöfn byrji á tölustaf.

Foreldrar Supermans eru að kanna hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun til að fá lögunum hnekkt. Þau ákváðu nafnið 4Real þegar þau sáu fyrstu sónarmyndina af drengnum og áttuðu sig á því að hann væri raunverulega til („for real“).

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt hefur á mannanafnalögin á Nýja Sjálandi. Þar urðu yfirvöld til dæmis að grípa í taumana þegar foreldrar hugðust nefna börn Adolf Hitler og Satan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar