Kona nokkur í New York olli bónda sínum nokkru hugarangri er hún seldi óvart ösku fyrri eiginkonu hans fyrir 58 sent á bílskúrssölu. Askan er í keramíkkrukku sem er í laginu eins og skjaldbaka. Kaupandinn ætlaði að nota krukkuna undir smákökur. Eiginmaðurinn var sofandi þegar krukkan seldist.
Fyrri eiginkonan hafði safnað skjaldbökukrukkum og heimilið var fullt af þeim, sagði konan sem seldi öskuna. Hún kveðst ekki hafa gert sér grein fyrir að askan væri í þessari tilteknu krukku. Hjónin vonast nú til þess að konan sem keypti öskuna sjái hvers kyns er og skili krukkunni.