Vandræðafjölskylda gerð brottræk

Heil fjölskylda hefur verið gerð brottræk frá Lancaster á Englandi eftir stanslausar kvartanir nágranna þeirra, en lögreglan í Morecambe geymir 900 kvartanir og kærur á hendur fjölskyldu þeirra frá janúar 2000 til febrúar 2007.

Í maí síðastliðinn var Martin McLoughlin gerður brottrækur úr sýslunni ásamt konu sinni og tveimur sonum. Honum var gert að koma ekki til sýslunnar aftur næstu 10 ár. Eiginkonu hans og sonum, Mark og Daniel, var gert að halda sig í burtu í 5 ár.

Nú hafa bræður Martins einnig verið gerðir brottrækir. Lögregla segir fjölskylduna hafa hótað nágrönnum sínum og ástandið væri þannig að margir þyrðu ekki að fara út á kvöldin. Þau bönkuðu á hurðir og glugga nágranna sinna og eyðilögðu eignir þeirra nótt sem nýtan dag. Fjölskyldan er talin halda til í bænum Keighley í Yorkshire.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup