101s árs ellilífeyrisþegi afklæddi sig í þágu í góðgerðarmála

Nora Hardwick er frú nóvember.
Nora Hardwick er frú nóvember.

Hundrað og eins árs gömul kona hefur setið fyrir nakin í þeim tilgangi að safna fé fyrir knattspyrnufélagið í þorpinu hennar. Myndin mun birtast í nektardagatali, að því er fram kemur í breskum fjölmiðlum.

Nora Hardwick er fröken nóvember og mun allur ágóði af sölu dagatalsins fara til barnastarfs Ancaster Athteltic knattspyrnuliðsins í Lincolnskíri í austurhluta Englands.

Hardwick segist hafa verið nokkuð taugaóstyrk áður en hún fletti sig klæðum. Hún var þó ekki allsnakin því hún var með bleikan trefil um háls sér.

Myndatakan fór fram á þorpskránni og viðurkenndi Hardwick í samtali við blaðamann að henni þætti nú gott að fara þangað til þess að fá sé einn öl.

„Ég er ávallt til í allt, sér í lagi ef það er til góðgerðarmála,“ sagði hún í samtali við Lincolnshire Echo. „Ég hafði gaman að þessu, en ég býst hinsvegar við að ég muni ekki gera þetta aftur.“

„Ég var viss um það að ef Nora myndi gera þetta þá væru allir til í þetta,“ sagði kráareigandinn Donna Moodie. „Hún er alveg ótrúleg,“ bætti hún við.

Myndatakan hefur vakið athygli um allan heim og hafa þorpsbúum m.a. borist fyrirspurnir um málið frá Brasilíu og Nýja Sjálandi.

Fram kemur að 1.000 pund hafi safnast í fyrra þegar karlmennirnir í þorpinu tóku upp á því að afklæða sig í þágu góðgerðarmála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir