Banvænt bónorð

Spánverji, sem kom fram í sjónvarpi þar sem hann bað fyrrverandi unnustu sína að giftast sér og var hafnað, kom fyrir dóm í dag þar sem hann er grunaður um að hafa stungið hana til bana fjórum dögum eftir að þátturinn var sendur út.

Ricardo Navarro, sem er þrítugur að aldri, kom fram í vinsælum spjallþætti á Spáni ásamt fyrrverandi unnustu sinni í síðustu viku. „Ég elska þig. Þú lifir aðeins einu sinni, líkt og þú hefur sagt mér, og ég vil eyða mínu með þér," sagði Navarro við unnustuna fyrrverandi í þættinum sem nefnist Diario de Patricia á sjónvarpsstöðinni Antena 3. Hann bætti um betur með því að segja að hann vildi að hún myndi giftast honum. „Þú ert mér allt. Allt," sagði Navarro í þættinum.

Konan, sem er rússnesk, fannst fjórum dögum síðan skorin á háls í lyftu í húsinu sem hún bjó í Alicante. Lést hún af sárum sínum á mánudag. Navarro var í kjölfarið handtekinn en hann hefur ekki verið formlega ákærður fyrir morðið á konunni.

Spænska dagblaðið La Vanguardia hefur eftir yfirmanni sjónvarpsstöðvarinnar, Antena 3, að stefnumótið í þættinum hafi átti að koma unnustunni á óvart svo hann gæti fengið hana til að þýðast sig að nýju. Hún virðist hins vegar hafa misskilið stefnumótið þar sem hún taldi að það ætti að koma sér á óvart með heimsókn til rússneskra ættingja.

Í þættinum í gærkvöldi byrjaði stjórnandi þáttarins, Patricia Gaztanaga, að senda ættingjum konunnar samúðarkveðjur en konan lætur eftir sig litla dóttur úr öðru sambandi. Sagði Gaztanaga að enginn sem kom að þættinum hefði getað ímyndað sér að svona færi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup