Smokkar í boði í öllum hótelum í Peking

Reuters

Heilbrigðisstofnun Pekingborgar hefur skipað hótelum í borginni að koma smokkum fyrir í öllum herbergjum og er það gert til að bregðast við aukningu nýrra HIV-tilfella.

Að sögn opinberu fréttastofunnar Xinhua voru 973 ný skráð tilfelli af HIV-smiti á fyrstu 10 mánuðum ársins í borginni en slíkt smit getur leitt til alnæmis. Er þetta 54% aukning miðað við sama tímabil á síðasta ári.

Að sögn Xinhua hafa alls verið skráð 4663 HIV-tilfelli í Peking frá árinu 1985. Af þeim var um að ræða 171 útlending, 964 íbúa í Peking og 3524 sem búa í öðrum hlutum Kína.

Kínversk stjórnvöld hafa á síðustu árum hvatt til þess að smokkar séu fáanlegir á skemmtistöðum og veitingahúsum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar