Lögreglan í Landskrona í Svíþjóð hefur engar vísbendingar um hver gæti hafa stolið tveimur skrúfublöðum af fjórum sem stóðu á hafnarbakka reiðubúin til samsetningar í skipsskrúfu. Málið er hið undarlegasta því þýfið er þungt, hvert skrúfublað vegur tvö tonn.
Samkvæmt Dagens Nyheter hurfu tvö ný risavaxin skrúfublöð sem eru úr málmblöndu úr bronsi og áli á tímabilinu 16. og 19. nóvember.
Ein vísbending getur þó tengst málinu því maður á dökkbláum sendibíl mun hafa forvitnast um skrúfublöðin þann 16. nóvember, maðurinn sagðist versla með brotajárn.