Framburðarklúður hjálpaði Króötum

Króatar fagna einu af mörkum sínum á Webmley á miðvikudag.
Króatar fagna einu af mörkum sínum á Webmley á miðvikudag. Reuters

Breskir fjölmiðlar segja, að einkennileg meðferð bresks söngvara á texta króatíska þjóðsöngsins í vikunni hafi dregið úr spennu Króatanna fyrir leikinn og það kunni að hafa átt sinn þátt í tapi Englendinga í leiknum.

Söngvarinn Tony Henry fékk það hlutverk að syngja þjóðsöngva Englendinga og Króata á Wembleyleikvanginum á miðvikudagskvöld. Menn tóku eftir því, að þegar Henry söng króatíska þjóðsönginn færðist bros á andlit leikmannanna.

Skýringin er sögð sú, að þegar hann ætlaði að syngja: Mila kuda si planina, sem þýðir: Þú veist mín elskaða hve við elskum fjöllin þín, þá söng hann: Mila kura si planina, sem mun þýða: Elskan mín, limur minn er fjall!

Leiknum lauk með sigri Króata, 3:2, og Englendingar sitja eftir með sárt ennið og komast ekki í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Króatískirbloggarar hafa hvatt til þess, að Henry verði sæmdur heiðursmerki fyrir aðstoðina á Wembley og þeir vilja einnig, að söngvarinn verði útnefndur opinbert lukkudýr liðsins í úrslitunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir