Kjúklingafita á þjóðvegi olli árekstrum

Kjúklingafita sem lak úr sorpflutningabíl á 32 kílómetra löngum kafla á þjóðvegi í Virginíu í Bandaríkjunum olli í það minnsta fjórum umferðarslysum í dag og hafði í för með sér tilheyrandi lykt, sem þótti miður góð. Verið var að flytja fituna frá kjúklingabúi og gleymdist að loka fyrir krana á bílnum. Bílstjórinn ók svo sína leið, án þess að hafa hugmyndum þá slóð vandræða sem hann skildi eftir sig á veginum.

Tilkynnt var um að minnsta kosti fjóra árekstra og fjölda útafakstra þar sem vegirnir urðu hálir af fitunni. Fitan lagðist yfir veginn og festist á hjólbörðum bifreiða, og barst með þeim út á hliðarvegi á svæðinu. Þá lýstu ökumenn „furðulegri lykt" af fitunni.

Bílstjórinn var að lokum stöðvaður nærri mærum Virginíu og Maryland. Enginn meiddist sem betur fer alvarlega, en einn ökumaður var fluttur á sjúkrahús.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar