Kjúklingafita á þjóðvegi olli árekstrum

Kjúklingafita sem lak úr sorpflutningabíl á 32 kílómetra löngum kafla á þjóðvegi í Virginíu í Bandaríkjunum olli í það minnsta fjórum umferðarslysum í dag og hafði í för með sér tilheyrandi lykt, sem þótti miður góð. Verið var að flytja fituna frá kjúklingabúi og gleymdist að loka fyrir krana á bílnum. Bílstjórinn ók svo sína leið, án þess að hafa hugmyndum þá slóð vandræða sem hann skildi eftir sig á veginum.

Tilkynnt var um að minnsta kosti fjóra árekstra og fjölda útafakstra þar sem vegirnir urðu hálir af fitunni. Fitan lagðist yfir veginn og festist á hjólbörðum bifreiða, og barst með þeim út á hliðarvegi á svæðinu. Þá lýstu ökumenn „furðulegri lykt" af fitunni.

Bílstjórinn var að lokum stöðvaður nærri mærum Virginíu og Maryland. Enginn meiddist sem betur fer alvarlega, en einn ökumaður var fluttur á sjúkrahús.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir