Mega gefa kennurum einkunn

Þýskur dómstóll hefur úrskurðað að nemendur megi gefa kennurum einkunn um frammistöðu þeirra og birta á netinu, svo lengi sem umsögnin er ekki ærumeiðandi.

Var það dómstóll í Köln sem úrskurðaði um málið en áður hafði því verið vísað frá á lægra dómstigi. Var það kennari sem lagði fram kvörtun um að vefurinn www.spickmich.de bryti gegn einkalífi sínu.

Kennarinn hafði fengið lága einkunn á vefnum eða 4,6 stig. Hæsta einkunnin sem hægt er að fá er 1 en sú lægsta 6. Geta nemendur gefið kennurum sínum einkunn í ýmsum flokkum. Til að mynda hvort kennararnir eru flottir og skemmtilegir, kynþokkafullir eða gefi sanngjarnar einkunnir.  

Á vefnum, sem er samskiptavefur fyrir nemendur þar sem þeir geta rætt um ýmis hugðarefni sín, allt frá ljóðagerð til frammistöðu kennara, hefur verið starfandi í nokkra mánuði og er talið að yfir 150 þúsund nemendur nýti sér vefinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar