Versta kynlífslýsingin í bók Mailers

Norman Mailer.
Norman Mailer. Reuters

Banda­ríski rit­höf­und­ur­inn Norm­an Mailer, sem lést ný­lega 84 ára að aldri, hlaut í kvöld ár­leg verðlaun, sem veitt eru ár­lega í Lund­ún­um fyr­ir verstu kyn­lífs­lýs­ingu í bók­um árs­ins.

Mailer fékk verðlaun­in fyr­ir bók­ina The Castle in the For­est. Um 400 gest­ir skáluðu í kvöld fyr­ir Mailer í sam­kvæmi þar sem verðlaun­in voru veitt og notuðu tæki­færið einnig til að votta rit­höf­und­in­um virðingu sína.

„Við þykj­umst vita, að hann hefði tekið verðlaun­un­um vel," sögðu dóm­ar­arn­ir.

Leik­kon­ur lásu með tilþrif­um valda kafla úr þeim bók­um, sem til­nefnd­ar voru en eft­ir­far­andi kafli úr bók Mailers þótti verst­ur:

    Með munn sinn löðrandi í safa henn­ar snéri hann sér við og faðmaði and­lit henn­ar með allri ástríðu vara sinna og and­lits, loks reiðubú­inn að ryðjast inn í hana með Hund­in­um, reka hann í vé henn­ar.

Verðlaun­in voru veitt í 14. skipti í ár. Tíma­ritið Literary Review stofnaði til þeirra til að reyna að letja rit­höf­unda frá að skrifa sér­kenni­leg­ar kyn­lífs­lýs­ing­ar.

Mæt­ing verðlauna­hafa hef­ur verið nokkuð góð í gegn­um árin. Sig­ur­veg­ar­inn hef­ur fengið í verðlaun abstrakt styttu af fólki að eiga mök á sjötta ára­tugn­um og flösku af kampa­víni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Njóttu þess vel að slappa af og jafnvel vera eirðarlaus.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Njóttu þess vel að slappa af og jafnvel vera eirðarlaus.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son