Spilað með morðingja

Næst þegar fangar í fangelsum í San Diego í Bandaríkjunum grípa í spil geta þeir átt von á því að andlit morðingja eða fórnarlambs blasi við þeim.

Um er að ræða ný spil sem dreift verður í sjö fangelsi á San Diego svæðinu, samkvæmt frétt  San Diego Union-Tribune í dag. Á spilunum eru tekin fyrir 52 óleyst morðmál. Á einhverjum spilanna er mynd af fórnarlambi glæpsins ásamt lýsingu á morðinu en á öðrum verða myndir af morðingjum sem eru á flótta. Vonast er til þess að fangar sem viti eitthvað um morðin láti í té upplýsingar sem geta leitt til þess að málin leysist.

Spilastokkurinn kostar 1,79 dali og verða þeir einungis til sölu í fangelsum San Diego. Alls  eru 5.100 fangar í þeim og kaupa þeir um 400 spilastokka á mánuði. Um tvö þúsund morðmál eru óleyst á svæðinu og eru mörg þeirra margra áratuga gömul.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Jakob Falur Kristinsson: Spil
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup