Brjóstalist

Konur í ensku þorpi afla fé til baráttu gegn brjóstakrabbameini með óvenjulegum hætti: Þær mála myndir á keramikvasa með brjóstunum og selja í listmunaverslunum.

Blaðið Northern Echo hefur eftir Joanne Scott, eiganda Buttercups keramikgerðarinnar í  Hurworth, að búa til vasa og selja til ágóða fyrir krabbameinssamtök vegna þess, að nokkrar konur úr hópi viðskiptavinanna berjast við brjóstakrabbamein.

„Við vildum leggja eitthvað af mörkum og þetta var skemmtileg aðferð til að afla fjár í þágu góðs málefnis."

Hægt er að velja um ýmis munstur á brjóstavösunum, svo sem myndir af pandabjörnum, kirsuberjum, jólabúðingi eða býflugum. 

„Það kom maður inn í verslunina og dáðist að pönduvasa, sem ég bjó til nokkrum dögum áður. Hann spurði margra spurninga og ég útskýrði fyrir honum, að vasinn væri seldur í þágu brjóstakrabbameinsátaks og ég hefði ekki notað hendurnar til að mála. Hann áttaði sig ekki strax en skömmu síðar rann upp fyrir honum ljós, hann sagði: ó, og flýtti sér út," hefur blaðið eftir Scott.

„Ég held að vesalings maðurinn hafi komist úr jafnvægi."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir