Háskólastúdína lifði tvöföldu lífi

Emily Sander.
Emily Sander. AP

Talið er að átján ára bandarísk háskólastúdína sem saknað hefur verið síðan á föstudag hafi lifað tvöföldu lífi og verið klámstjarna á netinu, og beinist rannsóknin á hvarfi hennar m.a. að því hvort fyrirsætustörf hennar hafi leitt til hvarfsins.

Stúlkan heitir Emily Sander, en nektarmyndir sem taldar eru vera af henni birtust á vefsíðu undir nafninu Zoey Zane skömmu áður en hún hvarf.

Vinkona Sanders sagði við Associated Press: "Hún hafði gaman af þessu. Hún vildi koma fram í kvikmyndum og hafði gaman af þeim. Hún þurfti á peningunum að halda." Sander er nemandi við Butler-háskólann í El Dorado í Kansas, og sagði vinkona hennar að þar hafi enginn nema nánustu vinir hennar vitað hvernig í öllu lá.

Lögreglustjórinn í El Dorado sagði að sérfræðingar FBI í netglæpum hefðu verið fengnir til aðstoðar við rannsóknina á hvarfi Sanders.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar