Kynlíf í góðgerðarskyni

Vænd­is­kona í Chile hef­ur vakið mikla at­hygli í heimalandi sínu með því að til­kynna, að hún ætli að selja 27 stunda kyn­lífsþjón­ustu til hæst­bjóðenda og láta and­virðið renna til góðgerðar­mála.

Árlega stend­ur sjón­varpið í Chile fyr­ir sjón­varps­vöku þar sem safnað er áheit­um og fram­lög­um til góðgerðar­mála. Sjón­varps­dag­skrá­in hefst á morg­un og stend­ur í 27 tíma. Vænd­is­kon­an Maria Carol­ina til­kynnti að hún ætlaði að leggja fram 27 stund­ir af kyn­lífi og vakti þetta til­tæki mikla at­hygli í land­inu. Var Mariu boðið í spjallþætti sjón­varps­stöðva og viðtöl birt­ist við hana í blöðum.

Reu­ters­frétta­stof­an hef­ur eft­ir Mariu að hún sé þegar búin að selja stund­irn­ar 27 til fasts viðskipta­vins, sem greidd jafn­v­irði 250 þúsund króna fyr­ir. „Hon­um fannst þetta vera hag­stæð kjör," bætti hún við.

Vændi er lög­legt í Chile og Maria aug­lýs­ir þjón­ustu sína á net­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell