Ágeng kvendýr

Topi antilópur.
Topi antilópur.

Ný rann­sókn á at­ferli svo­nefndra topi an­tilópa í Afr­íku leiðir í ljós, að þar virðast kyn­in hafa skipt um hlut­verk ef miðað er við at­ferli flestra annarra dýra­teg­unda.

Í grein, sem Jakob Bro-Jor­gensen skrif­ar í tíma­ritið  Cur­rent Bi­ology kem­ur fram, að sum karldýr í an­tilópu­hjörðunum eiga fullt í fangi við að verj­ast ásókn kven­dýra og hafni stund­um kven­dýr­um, sem þeir hafa áður makað sig með. Seg­ir Bro-Jor­gensen, að með þessu móti virðist karldýr­in spara sæðið til að auka mögu­leik­ann á að þeir geti makað sig með fleiri kven­dýr­um.

Í grein­inni kem­ur fram, að ekki sé óal­gengt í topi­hjörðum, að eft­ir­sótt karldýr hnígi niður af þreytu eft­ir að hafa þjónað kven­dýr­un­um og stund­um þurfi karldýr að ráðast á kven­dýr, sem verða of ágeng.

Kven­dýr­in eru frjó í einn dag á ári. Topi an­tilóp­ur­in­ar koma sam­an einu sinni á ári í mánuð í senn, til að maka sig.  Bro-Jor­gensen seg­ir, að hvert kven­dýr maki sig að jafnaði með fjór­um karldýr­um en sum með allt að 12. Hvert dýr maki sig að jafnaði 11 sinn­um en eitt par hafi sést maka sig 36 sinn­um.

Bro-Jor­gensen seg­ir, að hvert kven­dýr verði að reyna að tryggja að það festi fang, helst með eft­ir­sóttu karldýri, og ein­beiti sér því að mök­un­inni. Karldýr­in reyni hins veg­ar að dreifa sæði sínu sem víðast. 

Frétta­vef­ur BBC hef­ur eft­ir Bro-Jor­gensen, að þetta at­ferli virðist ganga þvert gegn því at­ferli sem venju­lega sjá­ist hjá dýra­teg­und­um þar sem karldýr eru ágeng og kven­dýr vand­fýs­in. At­ferlið hjá topi an­tílóp­un­um hafi komið á óvart. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Loksins ferðu nú að uppskera laun erfiðis þíns. Vertu opinn fyrir þeim tækifærum sem þér bjóðast því það eru miklar likur á að þú dettir í lukkupottinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Loksins ferðu nú að uppskera laun erfiðis þíns. Vertu opinn fyrir þeim tækifærum sem þér bjóðast því það eru miklar likur á að þú dettir í lukkupottinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar