Norsk amma réðist á fílhraustan karlmann

Héraðsdómur í Tønsberg í suðurhluta Noregs vísaði frá kæru 82 ára gamallar konu gegn ungum karlmanni. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu, að gamla konan hefði þvert á móti ráðist á manninn fyrst þegar þau deildu um bílastæði.

Konan kærði manninn, sem er 29 ára, fyrir að hafa valdið sér meiðslum með því að snúa upp á handlegg hennar. Norska ákæruvaldið tók málið upp og krafðist þess að maðurinn yrði dæmdur í 18 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 100 þúsund íslenskra króna sekt og 300 þúsund krónur í bætur.

En að sögn blaðsins Tønsberg Blad kom annað hljóð í strokkinn þegar vitni voru leidd fyrir dóminn. Bíll konunnar hafði lokað hluta af bílastæðinu og eftir að konan neitaði ósk mannsins um að flytja ökutækið réðist hún á manninn og sagði m.a. við hann, að hún vildi að amma hans dytti dauð niður.

Maðurinn bað konuna um að endurtaka þetta en þá sló gamla konan hann tvívegis utanundir. Hann greip þá í handlegg hennar til að koma í veg fyrir að hún slægi hann í þriðja sinn.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu, að maðurinn hefði verið að verja hendur sínar og vísaði málinu frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir