Stálu sextán tonnum af skinku

Það lítur úr fyrir að Ástralir eigi sinn eigin Kjötkrók. Bíræfnir þjófar gerðu sér nefnilega lítið fyrir og stálu 16 tonnum af skinku og beikoni úr vöruhúsi einu í Sydney í Ástralíu á dögunum. Í anda jólanna skildu þjófarnir þó eftir jólakort í þakkarskyni sem á stóð ,,Takk...gleðileg jól".

Þegar starfsmenn vöruhúss Zammit Hand and Bacon mættu til vinnu á dögunum í vöruhúsi fyrirtækisins í útjaðri Sydney sáu þeir að gat hafði verið gert á einum veggnum og höfðu þjófarnir farið þar inn.

Kjötið er metið á um 100.000 ástralska dali, eða rúmlega fimm milljóna króna. Anthony Zammit, eigandi fyrirtækisins er miður sín eins og við má búast en segir að unnið verði myrkranna milli næstu vikur svo hægt veðri að afgreiða allar pantanir fyrir jólin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson