Týndur í fimm ár

Breskur kajakræðari sem var talinn af eftir að hann hvarf sporlaust fyrir fimm árum mætti sprelllifandi og við góða heilsu á lögreglustöð í London um helgina.

Í mars árið 2002 fannst kajak John Darwins einn og yfirgefinn á strönd við Seaton Carew. Í kjölfarið hófst umfangsmikil leit að Darwin, sem þá var 51s árs gamall  og starfaði sem fangavörður. Sú leit bar hinsvegar engan árangur. 

Anne, eiginkona hans, sagði hálfu ári eftir hvarfið að hún gæti ekki haldið áfram nema að líkið myndi finnast. Að sögn fjölmiðla er hún nú flutt til útlanda.

John Darwin, sem er tveggja barna faðir, gekk hinsvegar inn á lögreglustöð í West End í London. Búið er að hafa samband við fjölskyldu hans en lögreglan furðar sig hinsvegar á því hvar maðurinn hefur verið allan þennan tíma. Lögreglan rannsakar nú málið til að komast til botns í því hvar maðurinn hefur haldið sig sl. fimm og hálft ár.

David, bróðir mannsins, sagði í samtali við breska dagblaðið Daily Mail að fjölskyldan væri himinlifandi yfir því að John sé á lífi. Þetta væri besta jólagjöf sem fjölskyldan gæti hugsað sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir