Týndur í fimm ár

Bresk­ur kaj­akræðari sem var tal­inn af eft­ir að hann hvarf spor­laust fyr­ir fimm árum mætti sprelllif­andi og við góða heilsu á lög­reglu­stöð í London um helg­ina.

Í mars árið 2002 fannst kaj­ak John Darw­ins einn og yf­ir­gef­inn á strönd við Seaton Carew. Í kjöl­farið hófst um­fangs­mik­il leit að Darw­in, sem þá var 51s árs gam­all  og starfaði sem fanga­vörður. Sú leit bar hins­veg­ar eng­an ár­ang­ur. 

Anne, eig­in­kona hans, sagði hálfu ári eft­ir hvarfið að hún gæti ekki haldið áfram nema að líkið myndi finn­ast. Að sögn fjöl­miðla er hún nú flutt til út­landa.

John Darw­in, sem er tveggja barna faðir, gekk hins­veg­ar inn á lög­reglu­stöð í West End í London. Búið er að hafa sam­band við fjöl­skyldu hans en lög­regl­an furðar sig hins­veg­ar á því hvar maður­inn hef­ur verið all­an þenn­an tíma. Lög­regl­an rann­sak­ar nú málið til að kom­ast til botns í því hvar maður­inn hef­ur haldið sig sl. fimm og hálft ár.

Dav­id, bróðir manns­ins, sagði í sam­tali við breska dag­blaðið Daily Mail að fjöl­skyld­an væri him­in­lif­andi yfir því að John sé á lífi. Þetta væri besta jóla­gjöf sem fjöl­skyld­an gæti hugsað sér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú hefur öll tök á því að læra sitthvað um sjálfan þig í samskiptum við þá sem standa þér næst, það er maka og nána vini. Líklega finnst þér það frábært.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú hefur öll tök á því að læra sitthvað um sjálfan þig í samskiptum við þá sem standa þér næst, það er maka og nána vini. Líklega finnst þér það frábært.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason