Vann yfir sig og dó

Starfsmenn Toyota vinna mikla yfirvinnu.
Starfsmenn Toyota vinna mikla yfirvinnu. Reuters

Starfsmaður verksmiðju Toyota í Japan dó eftir að hafa unnið 106 yfirvinnutíma á mánuði.  Japanskur dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi unnið yfir sig og að ekkja mannsins skuli verða greiddar bætur.

Vinnueftirlit Toyota í Japan neitaði í fyrstu að greiða ekkjunni bætur vegna fráfalls mannsins, og sagði að hann hefði aðeins unnið 45 tíma í yfirvinnu mánuðinn áður en hann dó.  Starfsmaðurinn hneig niður í verksmiðju Toyota í febrúar 2002 og lést af hjartaáfalli.

Samkvæmt heimildum er óhófleg yfirvinna mikið vandamál í Japan, þar sem hinn venjulegi starfsmaður notar minna en helming af launuðu fríi sínu.  Árin 2005-6 fékk atvinnuráðuneytið 315 beiðnir um bætur frá fjölskyldum þeirra sem höfðu látist vegna sjúkdóma sem gætu talist vinnutengdir. 

Fréttavefur Reuters skýrði frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir