Birtist eftir fimm ár, eiginkonan horfin

Það vakti mikla athygli í vikunni er breskur maður, sem hafði verið saknað í fimm ár og talið var að hefði drukknað, birtist óvænt á lögreglustöð í Lundúnum. Málið er nú orðið enn undarlegra því eiginkona mannsins seldi fyrir skömmu allar eignir sínar og er horfin sporlaust.

Talið var að John Darwin, sem er 57 ára gamall, hefði drukknað er hann var á kajak-róðri á Norðursjó. Hann birtist svo á lögreglustöð fyrir fáeinum dögum og sagðist halda að hans væri saknað. Darwin segist minnislaus og að hann hafi enga hugmynd um það hvar hann hafi verið.

Lögregla reynir nú að komast að því hvað hafi í raun og veru gerst, en eitt af því sem tefur rannsóknina er að Anne Darwin, eiginkona mannsins er horfin og vita nágrannar, vinir og fjölskylda hennar ekki hvað varð af henni.

Anne Darwin seldi heimili fjölskyldunnar fyrir sex vikum og lét ekki vita hvert hún fór. Eina vísbendingin er sú er að vitað er til þess að hún átti bankareikning í Panama. Nýir eigendur hússins segja hana hafa skilið eftir húsgögn m.a. og kennslubækur í spænsku.

Nokkrir nágrannar konunnar segjast þó þess fullvissir að hún sé annað hvort í Ástralíu eða Karíbahafinu.

Þá hefur lögregla reynt að yfirheyra John Darwin án mikils árangurs. John virðist ekkert muna, hvorki hvar hann hafi verið, eða hvers vegna hann hafi skyndilega gefið sig fram.

Lögregla segir augljóst að einhversstaðar hafi maðurinn verið undanfarin fimm ár og að fjöldi spurninga hafi vaknað, sem krefjist svara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar