Stal flugvél til að ganga í augun á kærustunni

Tæplega fertugur Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir að stela tveggja hreyfla flugvél og aka henni út á flugbraut. Að sögn lögreglu var maðurinn ölvaður og gerði þetta til að ganga í augun á kærustunni.

Ennfremur hefur maðurinn verið ákærður fyrir að hafa ekið bíl sínum ölvaður, þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuskírteininu ævilangt.

Lögreglan í LaPorte í Indiana í Bandaríkjunum sagði svo frá, að maðurinn hafi farið með kærustuna sína út á flugvöll í byrjun september, til að sýna henni að hann gæti flogið flugvél.

Þau voru komin um borð í flugvélina og lögð af stað út á flugbrautina þegar eldtungur stóðu út úr öðrum hreyflinum. Þá slökkti maðurinn á báðum hreyflununum og vélin tók sveig og endaði úti á akri þar sem hún festist

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir