Trúa á Guð, drauga og djöfulinn

Bandaríkjamenn eru mjög trúaðir ef marka má niðurstöður könnunarinnar.
Bandaríkjamenn eru mjög trúaðir ef marka má niðurstöður könnunarinnar. AP

Yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna trúir á Guð. Þá eru margir Bandaríkjamenn á þeirri skoðun að fljúgandi furðuhlutir, djöfullinn og draugar séu til. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem var birt í dag.

Könnunin, sem Harris Online stóð að, sýnir fram á að 82% fullorðinna Bandaríkjamanna trúa á Guð. Þá trúa um 79% þeirra á að kraftaverk geti gerst.

Könnunin var gerð á milli 7. og 13 . nóvember sl. og tóku 2.455 þátt í henni. 70% þeirra segjast trúa á himnaríki og engla. Sex af hverjum 10 trúa hinsvegar á helvíti og djöfulinn.

Þá trúa nánast jafnmargir á þróunarkenningu Darwins (42%), þ.e. að mannkynið þróast í gegnum náttúruval,  og á  það að guð hafi skapað heiminn og mannkynið (39%).

Þá sögðu um 70% aðspurðra að væru annað hvort mjög eða eitthvað trúaðir. Þriðjungur aðspurðra sagðist trúa á fljúgandi furðuhluti, nornir og stjörnufræði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir