Bandarísk hjón hafa verið dæmd fangelsi fyrir að hafa svikið fé af ættingjum sínum og vinum, en þau höfðu um 800.000 dali af þeim (um 50 milljónir kr.) með heldur óvenjulegum hætti.
Maðurinn sannfærði vini sína og ættingja um að eiginkonan væri starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA sem hefði tök á því að láta greina heilsufarsvandamál þeirra með gervitunglamyndum. Það er að segja að hægt væri að grannskoða viðkomandi einstaklinga með hjálp gervitunglanna.
Brent Eric Finley, sem er 38 ára, var í á mánudag dæmdur til að afplána 51 mánuð á bak við lás og slá. Þegar honum verður sleppt verður haldið úti sérstöku eftirliti með honum í þrjú ár. Eiginkona hans, Stacey Finley, var dæmd í 63 mánaða fangelsi. Þá er þeim gert að greiða í sameiningu sem nemur 873.786 dali í skaðabætur.
Hjónin viðurkenndu í ágúst sl. um að hafa gerst sek um fjársvik.
Hjónin sannfærðu ættingja sína og vini um að ef eitthvert heilsufarsvandamál myndi koma í ljós þá myndu starfsmenn leyniþjónustunnar gefa þeim lyf á meðan þeir svæfu. Eina sem fólkið þurfti að gera var að láta af hendi greiðslu fyrir ómakið.