Fangelsuð fyrir að féfletta ættingjana

Hjónin plötuðu vini sína og ættingjan með því að telja …
Hjónin plötuðu vini sína og ættingjan með því að telja þeim trú um það að hægt væri að greina heilsufarsvandamál þeirra með gervitunglum. Reuters

Banda­rísk hjón hafa verið dæmd fang­elsi fyr­ir að hafa svikið fé af ætt­ingj­um sín­um og vin­um, en þau höfðu um 800.000 dali af þeim (um 50 millj­ón­ir kr.) með held­ur óvenju­leg­um hætti.

Maður­inn sann­færði vini sína og ætt­ingja um að eig­in­kon­an væri starfsmaður banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar CIA sem hefði tök á því að láta greina heilsu­far­svanda­mál þeirra með gervi­tungla­mynd­um. Það er að segja að hægt væri að grannskoða viðkom­andi ein­stak­linga með hjálp gervi­tungl­anna.

Brent Eric Finley, sem er 38 ára, var í á mánu­dag dæmd­ur til að afplána 51 mánuð á bak við lás og slá. Þegar hon­um verður sleppt verður haldið úti sér­stöku eft­ir­liti með hon­um í þrjú ár.  Eig­in­kona hans, Stacey Finley, var dæmd í 63 mánaða fang­elsi. Þá er þeim gert að greiða í sam­ein­ingu sem nem­ur 873.786 dali í skaðabæt­ur.

Hjón­in viður­kenndu í ág­úst sl. um að hafa gerst sek um fjár­svik.

Hjón­in sann­færðu ætt­ingja sína og vini um að ef eitt­hvert heilsu­far­svanda­mál myndi koma í ljós þá myndu starfs­menn leyniþjón­ust­unn­ar gefa þeim lyf á meðan þeir svæfu. Eina sem fólkið þurfti að gera var að láta af hendi greiðslu fyr­ir ómakið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú skalt fylgja eðlisávísun þinni og nýta krafta þína til að hjálpa öðrum. Yfirskilvitlegar upplýsingar blasa við þér, ef þú notar skilningavitin fimm til fullnustu fyrst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú skalt fylgja eðlisávísun þinni og nýta krafta þína til að hjálpa öðrum. Yfirskilvitlegar upplýsingar blasa við þér, ef þú notar skilningavitin fimm til fullnustu fyrst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son