Háttsettur ítalskur mafíósi gleypti leynilega minnispunkta og símanúmer rétt áður en hann var skotinn til bana af ítölsku lögreglunni lögreglunni nú í vikunni.
Daniele Emanuello, höfuðpaur mafíufjölskyldu í borginni Gela var einn af þrjátíu mest eftirlýstu mönnum á Ítalíu. Að sögn Reuters, var Emanuello skotinn á mánudaginn þegar hann reyndi að flýja undan lögreglu sem réðist inn í fylgsni í sveitabæ á Sikiley.
Við krufningu fundust leifar af minnisblöðum í vélinda mannsins. Hins vegar kom ekki fram hvort leifarnar hafi komið að nokkru gagni fyrir lögreglu. Maðurinn hafði verið á flótta undan lögreglunni frá því 1993.