Setti maríjúana í kjötbollurnar

Bandarískur lögreglumaður, sem var vikið úr starfi eftir að hann féll á lyfjaprófi, hefur farið í mál í þeim tilgangi að fá vinnuna aftur. Hann segist hafa fallið á prófinu vegna þess að eiginkonan hafi sett maríjúana í kjötbollurnar hans.

Anthony Chiofalo, sem starfaði hjá lögreglunni í New York, hefur farið fram á það við Hæstarétt  Manhattan að brottrekstrinum verði snúið við.

Honum var vikið úr starfi árið 2005 þegar hann féll á lyfjaprófinu, en þá hafði hann starfað í 22 ár sem lögreglumaður. Lyfjapróf sem þetta er framkvæmt með reglulegu millibili.

Eiginkona hans sagði við rannsóknarlögreglumenn að hún hafi laumað efnunum í kjötbollurnar hans í þeirri von að eiginmaður hennar yrði neyddur til þess að fara á eftirlaun. Lögreglunni í New York þótti sagan hinsvegar ekki vera trúverðug.

Lögreglumaðurinn og eiginkona hans hafa hinsvegar staðist lygapróf, en þar voru þau spurð út í það hvernig maríjúanað komst í blóðkerfi Chiofalos.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar