Setti maríjúana í kjötbollurnar

Bandarískur lögreglumaður, sem var vikið úr starfi eftir að hann féll á lyfjaprófi, hefur farið í mál í þeim tilgangi að fá vinnuna aftur. Hann segist hafa fallið á prófinu vegna þess að eiginkonan hafi sett maríjúana í kjötbollurnar hans.

Anthony Chiofalo, sem starfaði hjá lögreglunni í New York, hefur farið fram á það við Hæstarétt  Manhattan að brottrekstrinum verði snúið við.

Honum var vikið úr starfi árið 2005 þegar hann féll á lyfjaprófinu, en þá hafði hann starfað í 22 ár sem lögreglumaður. Lyfjapróf sem þetta er framkvæmt með reglulegu millibili.

Eiginkona hans sagði við rannsóknarlögreglumenn að hún hafi laumað efnunum í kjötbollurnar hans í þeirri von að eiginmaður hennar yrði neyddur til þess að fara á eftirlaun. Lögreglunni í New York þótti sagan hinsvegar ekki vera trúverðug.

Lögreglumaðurinn og eiginkona hans hafa hinsvegar staðist lygapróf, en þar voru þau spurð út í það hvernig maríjúanað komst í blóðkerfi Chiofalos.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir