Setti maríjúana í kjötbollurnar

Banda­rísk­ur lög­reglumaður, sem var vikið úr starfi eft­ir að hann féll á lyfja­prófi, hef­ur farið í mál í þeim til­gangi að fá vinn­una aft­ur. Hann seg­ist hafa fallið á próf­inu vegna þess að eig­in­kon­an hafi sett maríjú­ana í kjöt­boll­urn­ar hans.

Ant­hony Chi­ofalo, sem starfaði hjá lög­regl­unni í New York, hef­ur farið fram á það við Hæsta­rétt  Man­hatt­an að brottrekstr­in­um verði snúið við.

Hon­um var vikið úr starfi árið 2005 þegar hann féll á lyfja­próf­inu, en þá hafði hann starfað í 22 ár sem lög­reglumaður. Lyfja­próf sem þetta er fram­kvæmt með reglu­legu milli­bili.

Eig­in­kona hans sagði við rann­sókn­ar­lög­reglu­menn að hún hafi laumað efn­un­um í kjöt­boll­urn­ar hans í þeirri von að eig­inmaður henn­ar yrði neydd­ur til þess að fara á eft­ir­laun. Lög­regl­unni í New York þótti sag­an hins­veg­ar ekki vera trú­verðug.

Lög­reglumaður­inn og eig­in­kona hans hafa hins­veg­ar staðist lyga­próf, en þar voru þau spurð út í það hvernig maríjú­anað komst í blóðkerfi Chi­ofa­los.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú mátt ekki bregðast trausti þeirra, sem hafa falið þér viðkvæm leyndarmál sín. Prófaðu langa göngutúra í fersku lofti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú mátt ekki bregðast trausti þeirra, sem hafa falið þér viðkvæm leyndarmál sín. Prófaðu langa göngutúra í fersku lofti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka