Túristar gerðu uppreisn gegn verslunarhópferð

Óeirðalögreglan í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Macau var kölluð út til þess að hafa hemil á 120 reiðum kínverskum túristum sem mómæltu harðlega ferðaáætlun stútfullri af verslunarferðum.

Að sögn Reuters stóðu um 24 lögreglumenn vopnaðir kylfum og skjöldum, frammi fyrir ferðamönnunum í næstum 5 klukkutíma, í aðal spilavítahverfi Macau. Ferðamennirnir börðust gegn lögreglunni, sem handtók 2 karlmenn og 3 konur og mótmæltu  því að fararstjórarnir hefðu farið með þau í of margar búðir og beitt þau þrýstingi til að versla í búðunum.

Deilan náði hámarki þegar hópurinn, sem var staddur á strönd í hvassviðri, fór að kvarta yfir kulda og fararstjórarnir neituðu að leyfa þeim að fara inn í rúturnar, sem áttu að standa læstar þar til ferðinni lauk.  Lögreglunni tókst á endanum að róa fólkið niður og sannfæra það um að fara á hótel sitt.

Macau, er eini staðurinn í Kína þar sem spilavíti eru leyfð.  Heimsóknir ferðamanna til Macau hafa tvöfaldast síðan árið 2003, þegar kínversk stjórnvöld losuðu um takmarkanir á ferðalögum hjá einstaklingum.  Í fyrra heimsóttu 22 milljónir manna Macau, sem var áður nýlenda Portúgala.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar