Forríkri hundstík hótað lífláti

Leona Helmsley og maður hennar Harry árið 1988.
Leona Helmsley og maður hennar Harry árið 1988. AP

Hundstík sem erfði jafnvirði 750 milljóna króna frá hóteldrottningunni Leonu Helmsley hefur verið sett í felur vegna líflátshótana.

Fréttavefur BBC segir frá því að hundstíkin hafi verið send til leynistaðar á Flórída í einkaflugvél, eftir að hafa fengið 20 líflátshótanir. 

Fjárhaldsmaður hundstíkarinnar segir að útgjöld vegna hennar séu um 18 milljónir á ári, og þá eru öryggismál, snyrtingar, lækniskostnaður og sér eldaður matur tekinn inn í dæmið.

Leona Helmsley lést úr hjartaáfalli í ágúst  og setti í erfðaskrá sína að þegar hundstíkin drepst skuli hún vera grafin við leiði hennar.

Þegar hundstíkin drepst mun allur afgangur af arfinum verða gefinn til góðgerðamála en Helmsley hafði áður gefið mest af eigum sínum til góðgerðastofnana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar