Dónalegur tölvujólasveinn

Þessi jólasveinn er án efa kurteisari en tölvusveinn Microsoft.
Þessi jólasveinn er án efa kurteisari en tölvusveinn Microsoft. Reuters

Bandaríski hugbúnaðarframleiðandinn Microsoft Corp. hefur rekið tölvujólasvein sinn eftir að í ljós kom, að hann var dónalegur við börnin.

Á síðasta ári hvatti Microsoft börn til að tengjast jólasveininum með því að bæta tenglinum northpolelive.com í tenglasafn spjallforritsins Windows Live Messenger. Jólasveinsforritið, sem virkjað var á ný nú í byrjun desember, spurði börnin hvað þau vildu fá í jólagjöf og gat haldið uppi samræðum, þökk sé gervigreind.

En babb kom í bátinn í vikunni þegar lesandi tæknivefsíðunnar The Register í Bretlandi sendi vefnum bréf þar sem hann sagði, að þegar ungar frænkur hans hefðu spurt jólasveininn um pítsur hefði hann svarað með vangaveltum um munnmök.

Einn af blaðamönnum The Register kannaði málið á mánudag og eftir að jólasveinninn hafði hafnað boði blaðamannsins um að fá sér pítsu sagði hann: „Viltu að ég borði þetta? Það er skemmtilegt að tala um munnmök, en ég vil tala um eitthvað annað."

Samskiptunum lauk með því að blaðamaðurinn og jólasveinninn kölluðu hvor annan bölvaðan dóna.

Talsmaður Microsoft sagði, að tæknimenn fyrirtækisins hefðu reynt að hreinsa til í orðaforða tölvujóla en   samt var ákveðið að taka hann úr umferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar