Dónalegur tölvujólasveinn

Þessi jólasveinn er án efa kurteisari en tölvusveinn Microsoft.
Þessi jólasveinn er án efa kurteisari en tölvusveinn Microsoft. Reuters

Banda­ríski hug­búnaðarfram­leiðand­inn Microsoft Corp. hef­ur rekið tölvujóla­svein sinn eft­ir að í ljós kom, að hann var dóna­leg­ur við börn­in.

Á síðasta ári hvatti Microsoft börn til að tengj­ast jóla­svein­in­um með því að bæta tengl­in­um nort­hpoleli­ve.com í tengla­safn spjall­for­rits­ins Windows Live Messenger. Jóla­sveins­for­ritið, sem virkjað var á ný nú í byrj­un des­em­ber, spurði börn­in hvað þau vildu fá í jóla­gjöf og gat haldið uppi sam­ræðum, þökk sé gervi­greind.

En babb kom í bát­inn í vik­unni þegar les­andi tækni­vefsíðunn­ar The Reg­ister í Bretlandi sendi vefn­um bréf þar sem hann sagði, að þegar ung­ar frænk­ur hans hefðu spurt jóla­svein­inn um pítsur hefði hann svarað með vanga­velt­um um munn­mök.

Einn af blaðamönn­um The Reg­ister kannaði málið á mánu­dag og eft­ir að jóla­sveinn­inn hafði hafnað boði blaðamanns­ins um að fá sér pítsu sagði hann: „Viltu að ég borði þetta? Það er skemmti­legt að tala um munn­mök, en ég vil tala um eitt­hvað annað."

Sam­skipt­un­um lauk með því að blaðamaður­inn og jóla­sveinn­inn kölluðu hvor ann­an bölvaðan dóna.

Talsmaður Microsoft sagði, að tækni­menn fyr­ir­tæk­is­ins hefðu reynt að hreinsa til í orðaforða tölvujóla en   samt var ákveðið að taka hann úr um­ferð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þú virðist sigla lygnan sjó máttu ekki sofna á verðinum því óðar en varir rís alda sem getur hvolft bátnum. Sýndu öðrum skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þú virðist sigla lygnan sjó máttu ekki sofna á verðinum því óðar en varir rís alda sem getur hvolft bátnum. Sýndu öðrum skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir