Guðir hindúa boðaðir í dómsal

Hindúar biðja til guðanna.
Hindúar biðja til guðanna. JAYANTA SHAW

Indverskur dómari hefur stefnt tveim hindúaguðum, Ram og Hanuman, til þess að hjálpa við að leysa fasteignadeilur. Ram og Hanuman eru meðal vinsælustu guða hindúa.

Dómarinn Sunil Kumar Sigh frá ríkinu Jharkhand í austur Indlandi, hefur sett auglýsingar í dagblöð og beðið guðina um að koma persónulega í dómssal. Guðirnir eru beðnir um að koma fyrir dóm eftir að bréfum sem þeim hafði verið sent var ekki svarað.

Deilan sem er orðin 20 ára gömul, snýst um eignarhald á 1,4 ekru landi þar sem standa tvö hof. Guðirnir Ram og Hanuman eru dýrkaðir í þessum tveimur hofum. Deilan er á milli prestsins Pathak, sem segist eiga landið og heimamanna, sem segja að guðirnir eigi landið. Málið fór fyrst fyrir dóm 1987 en fyrir nokkrum árum var dæmt í hag bæjarbúum. Presturinn áfrýjaði dómnum og því er deilan enn í gangi.

Dómarinn sendi tvær tilkynningar til guðanna en fékk þær sendar til baka þar sem heimilisföngin voru sögð ófullnægjandi. Það hvatti hann til þess að setja auglýsingar í blöðið til þess að boða guðina á sinn fund.

„Ykkur láðist að koma til réttarins þó ykkur hafi verið afhent og send stefna í pósti. Ykkur er hér með skipað að koma til réttarins persónulega” sagði í auglýsingunni.

Lögmaður segir það eðlilegt að guðirnir séu hluti af málinu þar sem þeim hafi verið eignað landið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir