Umhverfisvænn vindgangur

Reuters

Þegar kengúrur leysa vind losa þær ekki metangas út í andrúmsloftið líkt og jórturdýr gera. Nú vilja vísindamenn koma þarmaflóru kengúra fyrir í kúm og sauðfé.

Fram kemur í Berlingske Tidende, að meltingarkerfi kengúra leysi út acetat, einskonar salt, í stað metangass sem kemur frá kúm og sauðfé og í litlum mæli frá fólki.

Haft er eftir Athol Klieve, vísindamanni í Queensland í Ástralíu, að þar í landi megi rekja um 14% af losun metangass út í andrúmsloftið til kúa og kinda. Þetta hlutfall sé enn hærra í Nýja-Sjálandi, þar sem landbúnaður er öflugur.

Metangas hefur mun meiri áhrif á andrúmsloftið en koldíoxíð en það myndast í votlendi, við bruna kolefna og einnig í þörmum dýra og manna. Þar er hlutur jórturdýra stærstur vegna þess hve melting fæðunnar tekur langan tíma.

Í þarmaflóru kengúara finnst ekki bakterían archaea, sem framleiðir metangas hjá kúm og sauðfé. Að sögn Klieve hafa kengururnar þróast með öðrum hætti en aðrar dýrategundir í milljónir ára og þarmaflóra þeirra er allt öðruvísi en annarra dýra. Þess vegna leysa kengúrur út salt í stað þess að leysa vind og þær nýta fæðuna einnig mun betur en önnur dýr.

Vísindamenn segja, að það muni taka um þrjú ár að einangra virku bakteríuna í kengúrum og þá sé hægt að koma henni fyrir í kúm og sauðfé. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir