Ákærð fyrir að bölva biluðu klósetti

Þetta salerni er sjálfsagt alltaf í lagi og því óþarfi …
Þetta salerni er sjálfsagt alltaf í lagi og því óþarfi að bölva því. Reuters

Það borg­ar sig að hreyta ekki ónot­um í kló­sett í Penn­sylvan­íu í Banda­ríkj­un­um. Þar hef­ur kona nokk­ur verið ákærð fyr­ir að láta  nokk­ur vel­val­in orð falla eft­ir að kló­settið henn­ar bilaði. Kann kon­an að eiga yfir höfði sér 90 daga fang­elsi.

Kon­an, sem heit­ir Dawn Herb og er  33 ára, var ákærð fyr­ir ósæmi­lega hegðan eft­ir að ná­granni henn­ar, lög­reglumaður sem ekki var á vakt, hringdi í yf­ir­völd til að kvarta yfir munn­söfnuði Herb. Málið kom fyr­ir rétt í dag.

Herb, sem er fjög­urra barna móðir, ber ekki á móti því að hafa verið frek­ar óblíð á mann­inn eft­ir að kló­settið henn­ar stíflaðist og allt fór út um allt. Lögmaður henn­ar sagði hins veg­ar fyr­ir rétt­in­um í kvöld, að ekki væri glæp­ur að blóta inn­an veggja eig­in heim­il­is.

Ná­grann­inn siðavandi sagðist hafa verið heima þegar 12 ára göm­ul dótt­ir hans kom hlaup­andi inn og sagðist hafa heyrt há­vær blóts­yrði í húsi í göt­unni. Gilm­an fór út til að kanna málið, heyrði óhljóðin og sagðist hafa kallað til Herb að hún ætti að passa á sér munn­inn. Herb hefði þvert á móti færst í auk­ana og þá hringdi Gilm­an í lög­reglu­mann.

Dóm­ar­inn hef­ur tekið sér frest til að fara yfir málið áður en dóm­ur verður kveðinn upp.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Ekki ómaka þig með reiði eða pirringi ef allt gengur ekki eins og smurt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Ekki ómaka þig með reiði eða pirringi ef allt gengur ekki eins og smurt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka