Ákærð fyrir að bölva biluðu klósetti

Þetta salerni er sjálfsagt alltaf í lagi og því óþarfi …
Þetta salerni er sjálfsagt alltaf í lagi og því óþarfi að bölva því. Reuters

Það borgar sig að hreyta ekki ónotum í klósett í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Þar hefur kona nokkur verið ákærð fyrir að láta  nokkur velvalin orð falla eftir að klósettið hennar bilaði. Kann konan að eiga yfir höfði sér 90 daga fangelsi.

Konan, sem heitir Dawn Herb og er  33 ára, var ákærð fyrir ósæmilega hegðan eftir að nágranni hennar, lögreglumaður sem ekki var á vakt, hringdi í yfirvöld til að kvarta yfir munnsöfnuði Herb. Málið kom fyrir rétt í dag.

Herb, sem er fjögurra barna móðir, ber ekki á móti því að hafa verið frekar óblíð á manninn eftir að klósettið hennar stíflaðist og allt fór út um allt. Lögmaður hennar sagði hins vegar fyrir réttinum í kvöld, að ekki væri glæpur að blóta innan veggja eigin heimilis.

Nágranninn siðavandi sagðist hafa verið heima þegar 12 ára gömul dóttir hans kom hlaupandi inn og sagðist hafa heyrt hávær blótsyrði í húsi í götunni. Gilman fór út til að kanna málið, heyrði óhljóðin og sagðist hafa kallað til Herb að hún ætti að passa á sér munninn. Herb hefði þvert á móti færst í aukana og þá hringdi Gilman í lögreglumann.

Dómarinn hefur tekið sér frest til að fara yfir málið áður en dómur verður kveðinn upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar