Þjóðverjar verstu elskendurnir?

Reuters

Þýskir karlmenn eru verstu elskendur í heimi, ef marka má nýja könnun, sem gerð var meðal kvenna í 50 löndum á samskiptavefnum wayn.com.

10 þúsund konur tóku þátt í könnuninni að sögn vefjarins Ananova. Þar kom fram að þýskir karlmenn eru taldir vera of sjálfselskir í rúminu en Svíar, sem koma næstir, eru of fljótir á sér.

Hollendingar eru sagðir vera of harðhentir, Bandaríkjamenn of ráðríkir, Walesverjar of þvalir og Skotar of háværir svo nokkuð sé nefnt.

Ítalskir karlmenn eru bestu elskhugarnir en þar á eftir koma Frakkar, Írar, Suður-Afríkubúar, Ástralar, Spánverjar, Danir, Nýsjálendingar, Brasilíumenn og Kanadamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir