Tók vodkalítra í einum teyg

Þjóðverji á sjötugsaldri var fluttur á sjúkrahús með áfengiseitrun eftir að hann teygaði heilan lítra af vodka til að þurfa ekki að láta hann af hendi við öryggishlið á flugvellinum í Nürnberg, í samræmi við nýjar reglur um handfarangur.

Maðurinn var á leið heim til Dresden frá Egyptalandi og þurfti að skipta um flugvél í Nürnberg. Samkvæmt nýjum reglum mega flugfarþegar ekki hafa mikið magn af vökva með sér um borð og tjáðu öryggisverðir manninum að hann yrði annaðhvort að henda vodkaflöskunni eða greiða aukalega fyrir að setja handtöskuna sína í farangur.

Við hvorugan kostinn gat maðurinn sætt sig og greip til þess ráðs að tæma pelann á staðnum. Fljótlega gat hann ekki lengur staðið í fæturna og varð rænulítill. Læknir sem kallaður var til taldi að maðurinn kynni að vera með lífshættulega áfengiseitrun og var hann því fluttur á sjúkrahús.

Hann mun vera á batavegi og kemst líklega heim til Dresden fljótlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup