Tók vodkalítra í einum teyg

Þjóðverji á sjö­tugs­aldri var flutt­ur á sjúkra­hús með áfengiseitrun eft­ir að hann teygaði heil­an lítra af vod­ka til að þurfa ekki að láta hann af hendi við ör­ygg­is­hlið á flug­vell­in­um í Nürn­berg, í sam­ræmi við nýj­ar regl­ur um hand­far­ang­ur.

Maður­inn var á leið heim til Dres­den frá Egyptalandi og þurfti að skipta um flug­vél í Nürn­berg. Sam­kvæmt nýj­um regl­um mega flug­f­arþegar ekki hafa mikið magn af vökva með sér um borð og tjáðu ör­ygg­is­verðir mann­in­um að hann yrði annaðhvort að henda vod­ka­flösk­unni eða greiða auka­lega fyr­ir að setja hand­tösk­una sína í far­ang­ur.

Við hvor­ug­an kost­inn gat maður­inn sætt sig og greip til þess ráðs að tæma pel­ann á staðnum. Fljót­lega gat hann ekki leng­ur staðið í fæt­urna og varð rænu­lít­ill. Lækn­ir sem kallaður var til taldi að maður­inn kynni að vera með lífs­hættu­lega áfengiseitrun og var hann því flutt­ur á sjúkra­hús.

Hann mun vera á bata­vegi og kemst lík­lega heim til Dres­den fljót­lega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka