Mátti bölva klósettinu sínu

Kona, sem dreg­in var fyr­ir dóm í Penn­sylvan­íu fyr­ir að bölva stífluðu kló­setti í sand og ösku, hef­ur verið sýknuð af ákæru fyr­ir  ósæmi­lega hegðan. Dóm­ar­inn taldi að stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna tryggði kon­unni mál­frelsi.

Í dómn­um seg­ir, að þótt kon­an, sem heit­ir  Dawn Herb, hafi notað orð, sem sum­ir kunni að telja móðgandi, dóna­leg og óviðeig­andi sé slík tján­ing var­in af mál­frels­isákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar. 

Barry Dyller, sem fór með mál Herb, sagði að úr­sk­urður dóm­ar­ans væri rétt­ur og í sam­ræmi við lög. Mik­il­vægt sé, að banda­rísk­ur al­menn­ing­ur geri sér grein fyr­ir því þar sem mörg mál af þessu tagi séu höfðuð á hverju ári í Banda­ríkj­un­um. 

Kon­an ákærð fyr­ir ósæmi­lega hegðan eft­ir að ná­granni henn­ar, lög­reglumaður sem ekki var á vakt, hringdi í yf­ir­völd til að kvarta yfir munn­söfnuði Herb.  Ná­grann­inn siðavandi sagðist hafa verið heima þegar 12 ára göm­ul dótt­ir hans kom hlaup­andi inn og sagðist hafa heyrt há­vær blóts­yrði í húsi í göt­unni.

Gilm­an fór út til að kanna málið, heyrði óhljóðin og sagðist hafa kallað til Herb að hún ætti að passa á sér munn­inn. Herb hefði þvert á móti færst í auk­ana og þá hringdi Gilm­an í lög­reglu­mann. Herb, sem er fjög­urra barna móðir, bar ekki á móti því að hafa verið frek­ar óblíð á mann­inn eft­ir að kló­settið henn­ar stíflaðist og allt fór út um allt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vinir þínir og fjölskylda sýna þér óvenjumikinn stuðning á þessu ári. Stundum þarf bara að klára það frá að rífast því illu er bestu aflokið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vinir þínir og fjölskylda sýna þér óvenjumikinn stuðning á þessu ári. Stundum þarf bara að klára það frá að rífast því illu er bestu aflokið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant