Mátti bölva klósettinu sínu

Kona, sem dregin var fyrir dóm í Pennsylvaníu fyrir að bölva stífluðu klósetti í sand og ösku, hefur verið sýknuð af ákæru fyrir  ósæmilega hegðan. Dómarinn taldi að stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggði konunni málfrelsi.

Í dómnum segir, að þótt konan, sem heitir  Dawn Herb, hafi notað orð, sem sumir kunni að telja móðgandi, dónaleg og óviðeigandi sé slík tjáning varin af málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. 

Barry Dyller, sem fór með mál Herb, sagði að úrskurður dómarans væri réttur og í samræmi við lög. Mikilvægt sé, að bandarískur almenningur geri sér grein fyrir því þar sem mörg mál af þessu tagi séu höfðuð á hverju ári í Bandaríkjunum. 

Konan ákærð fyrir ósæmilega hegðan eftir að nágranni hennar, lögreglumaður sem ekki var á vakt, hringdi í yfirvöld til að kvarta yfir munnsöfnuði Herb.  Nágranninn siðavandi sagðist hafa verið heima þegar 12 ára gömul dóttir hans kom hlaupandi inn og sagðist hafa heyrt hávær blótsyrði í húsi í götunni.

Gilman fór út til að kanna málið, heyrði óhljóðin og sagðist hafa kallað til Herb að hún ætti að passa á sér munninn. Herb hefði þvert á móti færst í aukana og þá hringdi Gilman í lögreglumann. Herb, sem er fjögurra barna móðir, bar ekki á móti því að hafa verið frekar óblíð á manninn eftir að klósettið hennar stíflaðist og allt fór út um allt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir