Jólakortið var 93 ár á leiðinni

Jólakort með teikningu af jólasveininum og lítilli stelpu var póstlagt árið 1914 í Nebraska, en barst viðtakanda í Oberlin í Kansas nýverið. Það var því 93 ár á leiðinni. Póstmeistarinn í bænum segir óljóst hvar kortið hafi verið niðurkomið allan þennan tíma.

"Það er mesta furða að því skuli ekki hafa verið hent," sagði póstmeistarinn, Steve Schultz. "Ekki veit ég hvernig það kom í leitirnar."

Kortið er stílað á Ethel Martin í Oberlin, en hún er látin. Schultz segir að pósthúsið hafi viljað koma kortinu til ættingja hennar. Mágkona Martins, Bernice Martin, fékk því kortið, og hún segir að það hafi fundist einhverstaðar í Illinois.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir