Dýrkeypt lögsókn vegna sokkabanns

Skólayfirvöld í Norður-Kaliforníu máttu greiða sem svarar tæpum sex milljónum króna í málskostnað fyrir fjölskyldur sem höfðuðu mál á hendur skólanum vegna reglna um klæðaburð nemenda.

Foreldrar barna í skólanum fóru í mál eftir að nemanda var refsað fyrir að mæta í skólann í sokkum sem á voru myndir af Tígra, vini Bangsímons.

Dómssátt náðist í málinu, en talsmaður skólayfirvalda sagði í síðustu viku að milljónirnar sex rynnu til lögmanna fjölskyldnanna. Reyndar þurfa skólayfirvöld líklega einnig að greiða sínum eigin lögmönnum.

Í dómssáttinni segir m.a. að skólanum sé ekki lengur heimilt að krefjast þess að nemendur séu einvörðungu í einlitum sokkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir