Umhverfissamtök mæla með g-streng í jólapakkann

Efnisrýr föt eru umhverfisvæn.
Efnisrýr föt eru umhverfisvæn.

Norsku umhverfissamtökin FIVH hafa valið g-streng, og annan efnislítinn klæðnað, jólagjöf ársins.

Því minna efni sem þarf í fötin, því umhverfisvænni eru þau er jólaboðskapur samtakanna Fremdiden i våre hender (FIVH).

„G-strengur er gerður úr mjög litlu af bómull, og bómullarframleiðsla gengur mjög á auðlindir, til dæmis krefst hún mikillar vatnsnotkunar. Einnig er notað mikið af úða við framleiðsluna,“ segir talskona FIHV, Carin Leffler, við Dagsavisen.

Samtökin mæla almennt með því að fólk kaupi minna af fötum. En tölur frá norsku hagstofunni sýni, að sala á fatnaði hafi aukist um 100% á árunum 1990-2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar