Stálu fæti af helgum manni

Helgur maður á Indlandi er að ná sé á sjúkrahúsi eftir að tveir menn réðust á hann og skáru af honum hægri fótlegginn fyrir neðan hné og stálu honum. Yanadi Kondaiah er áttræður helgur maður sem hélt því fram að þeir sem snertu fótlegg hans hlytu blessun.

Þjófarnir hittu Kondaiah í þorpi nærri borginni Tirupati og báðu hann um að nota náðargáfu sína til að hjálpa sér. Þeir helltu hinn helga mann fullan í útjaðri þorpsins og skáru af honum fótlegginn með sigð eftir að hann hafði misst meðvitund af drykkju.

Litlu munaði að hinum helga manni blæddi út en honum var komið á sjúkrahús þar sem hann er á batavegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar