Hegðið ykkur vel í vinnunni um jólin

Það er ávallt skynsamlegt að neyta áfengis í hóflegu magni.
Það er ávallt skynsamlegt að neyta áfengis í hóflegu magni. AP

Svo virðist sem að grýla sé mætt inn á vinnustaði í Ástralíu, en það er í það minnsta tilfinning sumra starfsmanna. Þeir segja yfirmenn sína m.a. hafa lagt blátt bann við ofdrykkju og jafnvel að starfsmenn skiptist á jólagjöfum.

Atvinnurekendur í Ástralíu hafa sent starfsmönnum sínum skrifleg fyrirmæli um það hvernig þeir eigi að haga sér um jólin. Meðal þess sem fram kemur í leiðbeiningunum er hvernig þeir eigi að bregðast við verði þeir, eða vinnufélagar þeirra, ofurölvi. Frá þessu er greint á vefsíðunni crikey.com.au/news.

Á vefsíðunni, sem er þekktari fyrir pólitíska umfjöllun, eru bréf sumra lesenda birt sem eru pirraðir yfir þeim fyrirmælum sem yfirmenn þeirra hafa sent þeim.

Í einu bréfanna, sem er birt að hluta á síðunni, kemur fram að eitt fyrirtæki hafi jafnvel gengið svo langt að meina starfsmönnum sínum að skiptast á gjöfum. Sú ákvörðun hafi verið tekin í kjölfar fundarhalda stjórnenda fyrirtækisins.

Fram kemur í öðru lesendabréfi að yfirmenn fyrirtækisins hafi varað við því að starfsmenn annaðhvort neyti áfengis eða fíkniefna fyrir hádegisviðburð.

„Gerið svo vel að veita því eftirtekt að það er algjörlega óviðeigandi að hefja drykkju áður en við setjumst niður á kaffihúsinu á föstudag,“ segir í bréfinu. Þá kemur jafnframt fram að fyrirtækið muni sjá um að útvega starfsmönnunum „hæfilega mikið magn áfengis“, svo þeir geti skemmt sér skynsamlega.

„Ef grunur leikur á að einhver hafi neytt áfengis fyrir athöfnina, þá verður sá hinn sami beðinn um að yfirgefa staðinn og taka sér ólaunað frí það sem eftir er dagsins. Þá mun hann hljóta formlega viðvörun þegar hann mætir til vinnu á mánudag.“

Áfengis- og vímuvarnarráð Ástralíu hefur einnig lagt sín lóð á vogarskálarnar. Það hefur varað við því að jóla- og nýársfagnaður geti orðið til þess að þeir sem drekki of mikið áfengi geti lent í „óheppilegum aðstæðum“.

Paul Atkins, sem er sérfræðingur í markaðsmálum og alþjóðaviðskiptum hjá Stjórnendaháskólanum í Ástralíu, segir að sá möguleiki sé fyrir hendi að jólaboð í vinnunni geti haft áhrif á vinnuafköst starfsmanna.

Hann segir að það sé eðlileg krafa yfirmanna að starfsmennirnir séu ódrukknir í vinnunni. Hinsvegar sé lítið gagn í því að koma fram við þá eins og börn með því að senda þeim hegðunarbréf. Slíkt geti aðeins leitt til þess að starfsmennirnir verði pirraðir og jafnvel reiðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir