„Óraunverulegur“ þingmaður

Síðu bresks þingmanns á samskiptavefnum Facebook var lokað af stjórnendum vefsins, sem kváðust hafa ástæðu til að ætla að ekki væri um raunverulegan einstakling að ræða. „Ég var sakaður um að vera að þykjast vera þingmaður,“ sagði þingmaðurinn, Steve Webb.

Webb hefur setið á þingi fyrir Frjálslynda demókrataflokkinn í tíu ár og hefur notað vefinn mikið til að hafa samband við kjósendur sína. Hann segist hafa sent stjórnendum Facebook tölvupóst og spurt hvað væri að, eftir að honum tókst ekki að skrá sig inn á vefinn á mánudaginn.

„Þeir svöruðu mér daginn eftir og kváðust hafa komist að þeirri niðurstöðu að persónuupplýsingar mínar væru rangar og að ég væri í rauninni ekki Steve Webb.“

Nokkrum tímum síðar voru vinir hans búnir að stofna hóp á Facebook undir heitinu „Steve Webb er til í alvörunni!“ og varð hópurinn strax vinsæll.

Reynt var að ná sambandi við einhvern starfsmann Facebook, og nokkrum tímum síðar barst Webb afsökunarbeiðni frá vefnum og síðan hans var opnuð á ný.

Hann segir þessa reynslu hafa vakið sig til umhugsunar um hversu mikil völd fyrirtæki á borð við Facebook hafi í raun og veru. „Ef þeir hefðu verið alveg vissir í sinni sök hefðu þeir getað lokað mig alveg úti ... Það er í rauninni erfitt fyrir raunverulegan einstakling að sanna að hann sé til.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup