Nektarmyndir vekja reiði ráðherra

Laure Manaudou
Laure Manaudou DAVID GRAY

Ráðherra íþróttamála í Frakklandi, Bernard Laporte, lýsti yfir vanþóknun sinni í dag með að nektarmyndir af frönsku sunddrottningunni Laure Manaudou, hafi verið birtar á netinu. Segist hann vonast til þess  að sá sem beri ábyrgðina á birtingunni verði refsað. Myndirnar birtust á netinu um síðustu helgi.

Í viðtali við útvarpsstöðina Europe-1 sagðist hann ekki skilja hver geri svona hlut og að ef sá hinn sami finnist verði hann látinn gjalda fyrir það. Því viðkomandi eigi ekkert annað skilið.

Manaudou, sem sigraði 400 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004, komst á forsíður einhverra dagblaða í síðustu viku eftir að hafa rifist opinberlega við fyrrum unnusta sinn, ítalska sundmanninn Luca Marin, á sundmóti í Ungverjalandi.

Marin hefur tjáð fjölmiðlum á Ítalíu að hann hafi ekki komið nálægt því að setja myndirnar á netið. 

Manaudou á heimsmet í bæði 200 og 400 metra skriðsundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir