Þegar Bretar geta ekki mætt í vinnuna vegna veikinda er ástæðan langoftast sú, að þeir eru með timburmenn vegna of mikillar drykkju kvöldið áður. Er það niðurstaða nýrrar könnunar.
„Þessar tölur eru í takt við þá þróun, að drykkjuskapurinn hefur æ meiri áhrif á atvinnustarfsemi og þar með efnahagslífið allt,“ sagði læknirinn Michael O'Donnell hjá tryggingafélaginu Unum.
Hann benti á, að fjöldi innlagna á sjúkrahús í Bretlandi vegna áfengisdrykkju hefði tvöfaldast á tíu árum.