Serbi nokkur var handtekinn á landamærum Slóveníu og Austurríkis í gær þegar hann var að reyna að komast til Slóveníu með ólöglegum hætti.
Austurrískir fjölmiðlar segja, að hefði maðurinn beðið í nokkrar klukkustundir eftir að Schengen-aðild Slóveníu tók gildi á miðnætti, hefði hann sloppið við handtöku.
Maðurinn, sem er 35 ára, hafði búið ólöglega í Austurríki frá árinu 2004. Vegabréfaeftirlit á landamærum Austurríkis og Slóveníu var afnumið í nótt.
24 ríki, þar á meðal Ísland, eiga nú aðild að Schengen.